09. nóv 2012

Árna Pál til áframhaldandi forystu

Með Árna Pál í forystu Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi í kosningunum árið 2009 varð Samfylkingin stærsti flokkur kjördæmisins. Árni Páll hefur því verið fyrsti þingmaður kjördæmisins.

Í þeim afar mikilvægu verkefnum sem framundan eru, tel ég Árna Pál vera best til þess fallinn að leiða flokkinn í kjördæminu. Samfylkingin á að hafa pólitíska breidd og rými fyrir ólík sjónarmið. Árni Páll er sá forystumaður sem ég treysti til þess að fá enn fleiri til fylgis við jafnaðarstefnuna.

Árni Páll hefur sýnt það að hann er kjarkmikill stjórnmálamaður og hann hefur skýra sýn á þau viðfangsefni sem framundan eru.

Næstkomandi laugardag er valið á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Ég mun setja Árna Pál í fyrsta sæti. 

Steinþór Einarsson, bæjarfulltrúi í Garðabæ.