09. nóv 2012

Árna Pál til forystu í Suðvesturkjördæmi

Árni Páll er hreinn og beinn í sínum störfum og hefur sýnt það í verki sem fyrsti þingmaður kjördæmisins að hann er vel til forystu fallinn. Árni Páll hefur beitt sér á mörgum sviðum í stjórnmálum og ekki síst í málum sem snúa að þeim sem minna mega sín í samfélaginu. Verkefnið „Ungt fólk til athafna" varð til í félagsmálaráðherratíð hans, verkefnið var virkt og gott úrræði fyrir ungt fólk í atvinnuleit og gaf fjölda ungmenna nýja von. Barátta hans gegn okurvöxtum smálánafyrirtæka er annað mál sem flestum er kunnugt um. Árni Páll er búinn forystuhæfileikum og sem slíkur er hann verðugur leiðtogi þess góða og öfluga hóps er gefur kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar 9. - 10. nóvember.

Árni Guðmundsson,
félagsuppeldisfræðingur
Hafnarfirði