21. 2011

Ferðasaga

Stóð með Össuri á ganginum í flugvélinni á leiðinni vestur um haf. Hann var á leið til í New York á Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og ég á leið til Washington á ársfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Við vorum að rabba um stöðu mála þegar flugfreyjan gekk framhjá og bauð okkur eyðublöð fyrir innflytjendaeftirlit í Bandaríkjunum. Ég tók hvítt blað, þar sem ég er með vegabréfsáritun. Þegar ég ætlaði að byrja að fylla út eyðublaðið kom í ljós að annar farþegi hafði byrjað á því, en ekki lokið við það.

Í fyrstu línunni var skrifað stórum stöfum: D O R R I T.