14. 2011

Heimasíða í loftið á ný

Ég hleypi nú á ný af stokkunum heimasíðunni minni eftir nokkurt hlé. Tölvuprakkarar komust í hana í febrúarmánuði og tilkynntu um afsögn mína. Sú frétt vakti mikla athygli – svo mikla að ég kaus að túlka hana á þann veg að í henni fælist ósk um frekari og reglulegri skrif á betrumbætta heimasíðu. Síðan er nú birt í endurbættri mynd og efni verður svo bætt inn eftir hendinni á næstu dögum og vikum.

Hér mun ég birta greinar sem birtast í dagblöðum og tímaritum og halda þannig til haga birtum greinum eftir mig. Ég vil líka – og kannski helst – skrifa stutta pistla um ýmislegt sem athygli vekur í dagsins önn. Ég mun eftir föngum birta fréttir um þau skrif á fésbók og jafnvel spreyta mig á að tísta þeim á Twitter (sem ég verð þó að viðurkenna að ég skil varla hvernig virkar).