16. maí 2012

Hvað gera Grikkir?

Grikkir flykkjast í banka og taka út evrur. Voru ekki andstæðingar aðildar hér á landi um daginn að lýsa því yfir að vandi Grikkja væri til vitnis um veika stöðu evrunnar? Ja - ekki eru Grikkir að kaupa íslenskar krónur. Ekkert sýnir betur en þessir atburðir hversu vitlaus þau rök eru að núverandi vandi Grikkja geri evruna að lökum kosti fyrir Íslendinga.

Vandi Grikkja er sjálfskaparvíti, skapað af agaleysi í ríkisútgjöldum og pólitískri spillingu. Vandi Grikkja er ekki vandi evrunnar, en hann hefur auðvitað áhrif á önnur lönd í evrusamstarfinu.

Grískur almenningur óttast augljóslega mest að enda í sömu stöðu og íslenskur almenningur er í: Að vera bundinn við óskiptanlegan og óseljanlegan gjaldmiðil á bak við múra gjaldeyrishafta.