06. nóv 2012

Kaffispjall um pólitík

Það skemmtilegasta í pólitík eru samræðurnar sem maður á við fólk, á kosningaskrifstofunni, fundum og á förnum vegi. En maður hittir aldrei alla. Um daginn hitti ég gamlan kunningja, Símon Birgisson sjónvarpsmann og Hafnfirðing, yfir kaffibolla og við töluðum um stöðuna og pólitíkina. „Ég er alveg sannfærður Árni, en vandamálið er að við erum bara tveir einir hérna á kaffihúsinu!" sagði Símon. Upp úr því kviknaði sú hugmynd að taka spjall okkar upp og setja á internetið. Hér er afraksturinn og ef viðtökur verða góðar er aldrei að vita nema framhald verði á.

http://www.youtube.com/watch?v=i6rnnDL2qHo