03. nóv 2012

Opið hús í Hamraborginni frá 14-17 í dag!

Við lifum spennandi tíma og tækifærin bíða við hvert fótmál. Við getum breytt stjórnmálunum og leyst úr læðingi þá krafta sem geta dugað okkur til góðs á næstu árum. Við þessar aðstæður er gaman að sækjast eftir umboði til að breyta. 

Baráttan fram að formannskjöri verður löng.

Við hefjum núna lokasprettinn í prófkjörsbaráttunni, en prófkjörið fer fram 9. - 10. nóvember nk. Þar veljum við forystu á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.

Ég vil þess vegna bjóða þér að koma í heimsókn á kosningaskrifstofuna milli 14 og 17 á laugardag, 3. nóvember. Allir eru velkomnir í spjall, vöfflur og kaffi.