15. des 2013

Sanngjörn leið til að lækka skatta á meðaltekjur

Við í Samfylkingunni erum sammála ríkisstjórninni um að rétt sé að létta skattbyrði fólks á meðaltekjum. En það skiptir máli hvernig það er gert.

Ríkisstjórnin leggur til að lækka skatt í meðaltekjuþrepi um 0,8%. Sú breyting mun kosta 5 milljarða, en nýtist þeim hæst launuðu best. Maður með 300.000 fær 500 krónur en maður með 770.000 fær 4.200 kr.

Við viljum verja sama fé til að hækka mörk millitekjuþrepsins úr 250.000 í 350.000, í samræmi við tillögur ASÍ. Sú breyting kostar jafn mikið og leið ríkisstjórnarinnar en skilar öllum á launum milli 250.000 og 600.000 meiri ávinningi og þeim mun meiri sem tekjurnar eru lægri. Einungis þau 25% sem hafa mestu tekjurnar munu tapa á þessari breytingu.

Með þessu móti léttum við betur undir með þeim hópum sem eru nú að lenda hvað harðast í tekjuskerðingum og stöndum vörð um fjölþrepaskattkerfið.

Er þetta ekki borðleggjandi?