14. apr 2007

Stórkostleg stemmning

Landsfundur Samfylkingarinnar stendur nú yfir í Egilshöll. Hátt í tvö þúsund manns mættu þar við setningarathöfnina í gær. Fremst meðal jafninga var náttúrulega Ingibjörg Sólrún. Sú staðreynd að leiðtogar sænskra og danskra jafnaðarmanna Mona Sahlin og Helle Thorning-Schmidt mæti til Landsfundarins segir meira en mörg orð um hlutverk Samfylkingarinnar sem burðarflokkur jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þær stöllur skynja þörf þess að jafnaðarmenn fái lykilhlutverk í íslensku samfélagi til að snúa við sérhagsmunahyggju Sjálfstæðisflokksins. Til þess duga ekki skoðanaglaðir upphlaupsflokkar. Til þess verks þarf jafnaðarmannaflokk sem getur sett fram trúverðugar lausnir.