09. nóv 2012

Stuðningsyfirlýsing

Ef ég væri í Samfylkingunni í Kraganum þá myndi ég vera afskaplega ánægður með að geta valið úr jafn flottum einstaklingum til forustu og Árna Pál og Katrínu. Ég hef verið kunnugur Árna lengi, leiðir okkar lágu fyrst saman í æskulýðsfylkingunni.
 
Á þeim stutta tíma sem Árni Páll var félagsmálaráðherra þá varð ég vitni af vinnubrögðum ráðherra sem mér finnst vera til mikillar eftirbreytni. Hann kallaði saman breiðan hóp fólks til skrafs og ráðgerða um þau málefni sem hann sem ráðherra var með til úrlausnar. Þar hlustað hann á skoðanir og viðhorf annarra og mældi við sín eigin viðhorf og skoðanir. Þetta er samráð, þar sem kallað er eftir viðhorfum áður en málin eru orðin fullmótuð. Ég hef ekki orðið vitni af sambærilegum vinnubrögðum frá öðrum ráðherrum.
 
Árni Páll stendur traustum fótum í klassískri jafnaðarstefnu og hefur sem slíkur nægan kjark til að bjóða til umræðu þeim sem hafa ólíkar skoðanir en hann kann að hafa. Fyrir mér er Árni Páll einn af mjög fáum stjórnmálamönnum sem eru líklegir til að geta náð okkur út úr þeirri ömurlegu niðurrifs umræðu- og stjórnmálahefð sem lamar allt stjórnmállíf á Íslandi í dag, til mikils skaða fyrir land og þjóð. Ég myndi semsagt kjósa Árna Pál Árnason til forustu í Kraganum ef ég væri í Samfylkingunni þar. 
 
Kristinn Halldór Einarsson