06. okt 2011

Yfirheyrsla í þingnefnd

Mætti í gær í yfirheyrslu í nýja efnahags- og viðskiptanefnd, sem send var út í beinni útsendingu á vef Alþingis. Hlekkur er hér á upptöku af fundinum http://www.althingi.is/upptokur/horfa_nefnd_asf.php?faerslunr=5360  - þetta er vissulega langt, en ágætlega fróðlegt og meira að segja skemmtilegt á köflum. Helgi Hjörvar hafði skynsamlega háttu á spurningum, þannig að nefndarmenn fengu að spyrja og þráspyrja.

Umræðan fór um víðan völl enda verkefni ráðuneytisins margvísleg og við að vinna að mörgum málum, svo sem stefnumörkun í erlendri fjárfestingu og umbótum í skipulagi fjármálamarkaðar. Skuldirnar fengu líka drjúgan tíma.

Í huga mínum stendur eitt atriði eftir: Þingmenn verða að horfast í augu við það að ráðherrar starfa í umboði þings. Ég get ekki sem ráðherra markað aðra stefnu í afskriftum skulda, en þá sem byggist á lögum sem Alþingi hefur sett. Svigrúm Alþingis til slíkrar lagasetningar takmarkast af stjórnarskrá landsins og túlkun Hæstaréttar á henni. Öll sú umgjörð sem nú er unnið eftir við skuldaúrvinnslu heimila og fyrirtækja hefur verið mörkuð af Alþingi með þverpólitískri samstöðu. Það er nú staðreynd mála.

http://www.althingi.is/upptokur/horfa_nefnd_asf.php?faerslunr=5360