25. jan 2013

Árna Pál sem formann

Tveir hæfir heiðursmenn gefa kost á sér til forystu fyrir Samfylkinguna. Allir skráðir flokksmenn fá að velja á milli þeirra, en ekki bara lokaður landsfundur. Þetta er mikið og dýrmætt valfrelsi. Ég hefi greitt Árna Páli Árnasyni atkvæði mitt. Fyrir því eru nokkrar ástæður, en sú vegur þyngst, að hann hefur góða þekkingu á efnahagsmálum, er snarpur ræðumaður, dugandi í vörn og sókn og hlýr í mannlegum samskiptum. Ég treysti honum einnig til að standa fast á grunngildum jafnaðarstefnunnar. Það hafði einnig áhrif á val mitt, hve óþægilega forysta flokks míns hefur opinberað afstöðu sína til formannsefnanna.- Báðir frambjóðendur hafa háð sína baráttu með heiðri og sóma. Ég hygg þeir geti báðir treyst því, að flokksmenn muni styðja og standa með nýjum formanni.

Árni Gunnarsson fyrrv. Alþingismaður.