30. 10 2012

Prófkjörið 10. nóvember er opið flokksmönnum og skráðum stuðningsmönnum sem eru 16 ára og eldri og búsettir í Kraganum (Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Álftanesi, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og Kjós). Ég vil auðvitað helst að fólk gangi í flokkinn og styðji mig líka í formannskjörinu, en ekki þarf að ganga í flokkinn til að taka þátt í prófkjörinu. Skráning verður að eiga sér stað helst ekki seinna en 1. nóvember.

Þeir sem vilja skrá sig sem stuðningsmenn geta sent nafn, kennitölu, netfang og gsm-síma á .(JavaScript must be enabled to view this email address). Þá hjálpum við til við skráningu og stuðningsmaður fær staðfestingartölvupóst frá flokknum, sem þarf að svara til að skráningin taki gildi.

Allir sem eru tilbúnir að skrá sig á stuðningsmannaskrá geta tekið þátt. Í skráningunni felst stuðningur við stefnumið Samfylkingarinnar og samþykki við að flokkurinn sendi upplýsingar í tölvupósti eða smáskilaboðum. Sömu reglur um persónuvernd munu gilda um stuðningsmannaskrá og flokksskrá, þannig að hún verður ekki opinber.

Kosningin verður rafræn 9.- 10. nóvember og lykilorð verður hægt að nálgast í heimabanka – ekki þarf að fara á kjörstað. Það verður einnig hægt að kjósa á kjörstöðum í öllum sveitarfélögum í kjördæminu laugardaginn 10. nóvember, frá 10 til 17.

03. 10 2012 Nú rétt áðan sendi ég svohljóðandi bréf til félaga í Samfylkingunni: Ágætu félagar. Ég tilkynni í dag um þá ákvörðun mína að óska eftir stuðningi ykkar við val á formanni flokksins á vetri komanda. Von mín er að kjör formanns fari fram með almennri atkvæðagreiðslu meðal flokksmanna, í samræmi við lýðræðishefð Samfylkingarinnar....